140. löggjafarþing — 74. fundur,  15. mars 2012.

málefni aldraðra og heilbrigðisþjónusta.

307. mál
[11:08]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það sem hér er á ferðinni er sameining svokallaðra vistunarmatsnefnda sem meta þörf einstaklinga fyrir þjónustu, annað tveggja á dvalarrými eða hjúkrunarrými. Hér eru líka á ferðinni breytingar á orðnotkun vegna þess að Landssamband eldri borgara kom því á framfæri við nefndina að vistmaður ætti ekki lengur við heldur heimilismaður og ekki ætti að tala um vistun heldur dvöl. Þetta er þarft mál.

Það eru bæði orðalagsbreytingar en ekki síst er þetta samræming vistunarmatsnefnda um þörf einstaklinga fyrir hjúkrunarrými og/eða dvalarrými og ég hvet þingheim til að veita þessu máli brautargengi.