135. löggjafarþing — 74. fundur,  4. mars 2008.

störf þingsins.

[13:46]
Hlusta

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hlýt að lýsa vonbrigðum mínum með að málinu hafi ekki þokað áfram í nefndinni. Í umræðum sem fram fóru hér þingsal í síðustu viku og í gær um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað er ljóst að allsherjarnefnd hefur nægan tíma til að fjalla um kjör ráðamanna, þ.e. þegar á að bæta þau.

Ekki gefst þó tími til að færa kjör þessa hóps aftur til þess sem er líkara því sem gerist meðal fólksins í landinu. Það finnst mér ekki gott afspurnar.