141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:34]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum bundin þjóðréttarsamningi við NATO hvað varðar það að verjast öðrum NATO-ríkjum. Ef ráðist verður á NATO-ríki erum við bundin þjóðréttarsamningi þar, engin spurning um það. Ef NATO stendur hins vegar fyrir einhverju gagnvart þriðja ríki og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki samþykkt það vaknar spurning um framhaldið.

Ég tel að þetta muni ekki hægja á neinu þar. Við sátum til dæmis hjá varðandi Líbíu. Þetta (Gripið fram í.) er stuðningur við málstaðinn þannig að, nei, ég sé ekki að það hægi á. Við höfum ekki fjallað sérstaklega um þetta í nefnd sem mótar stefnu um þjóðaröryggismál en munum náttúrlega gera það.