152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[20:24]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svörin því að mér finnst mikilvægt í þessum sal að búa ekki til ágreining þar sem er ekki ágreiningur, heldur reyna að komast að því hvað það er í rauninni sem okkur greinir á um. Ég er ekki sammála því — það á alveg að skoða mál, það á bara ekki að taka það til efnislegrar meðferðar samkvæmt frumvarpinu. Þetta eru atriði sem ég tel alveg þess virði að skoða. Að auki er heimilt að víkja frá meginreglu um vernd ef það er talið að hún sé ekki nægjanleg fyrir fólk. Mig langar að spyrja hv. þingmann: Hefur hún ekkert skoðað þau undanþáguákvæði sem eru í þessu frumvarpi sem eru einmitt til þess ætluð að auka vernd fólks sem ekki mun í reynd njóta grundvallarréttinda (Forseti hringir.) í þeim ríkjum sem þau koma frá?