140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

lengd þingfundar.

[14:13]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við höfum heimild í dag til að þingfundur standi til miðnættis. Fyrsta málið á dagskrá þessa fundar er tillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga. Ég geri ráð fyrir að um þá tillögu gæti orðið nokkur umræða og það sé þess vegna sem hæstv. forseti óskar eftir heimild til að láta þingfund standa lengur en til miðnættis. Það þykir mér ekki boðlegt, frú forseti, þegar um er að ræða málefni sem þetta sem snertir stjórnarskrá lýðveldisins og því er ég andvíg því að við verðum hér fram eftir nóttu við að ræða þetta mál. Ég ætla að greiða atkvæði gegn því að þessi þingfundur geti staðið lengur en til miðnættis.