146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:13]
Horfa

Óli Halldórsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kem inn í þetta mál hér á Alþingi á lokastigum. Það sem við mér blasir eru fjögur meginatriði. Í fyrsta lagi er augljós samdráttur í samneyslu, í meginpóstum og það hefur í för með sér sveltar þjónustustofnanir. Í öðru lagi er sáralítil innviðauppbygging, þ.e. áform af ýmsu tagi eru ófjármögnuð þó að ekki vanti áformin. Í þriðja lagi er það skattstefna sem ýtir undir ójöfnuð með augljósum hætti. Í fjórða lagi er engin peningastefna á bak við sem styður við áætlunina og engin sátt um hana fyrirséð.

Ég greiði því atkvæði gegn þessari áætlun og styð að henni verði vísað frá.