Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 78. fundur,  23. maí 2022.

um fundarstjórn.

[15:52]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Þetta eru áhugaverðar ábendingar sem koma hérna fram, af því að fyrirkomulagið hjá okkur er þessi ræðustóll hérna. Sums staðar annars staðar er þetta meira í samræðuformi þar sem ráðherra og fyrirspyrjandi eru jafnvel í ákveðnum samræðum en ekki í eintali þar sem verið er að skiptast á með því að klukka fólk. Það er kannski vert að íhuga hvort við séum að ná markmiðum með því fyrirkomulagi sem við erum með hérna upp á lýðræðislega umræðu. Það að verður til þess að þessi brotalöm á því hvernig ráðherrar svara spurningum, að þessi liður, fundarstjórn forseta, er síðan notaður til þess að benda á þá galla, eðlilega. Þess vegna finnst mér að við ættum að fara að íhuga það dálítið alvarlega hvernig þetta aldagamla fyrirkomulag er kannski að fara að líða undir lok af því að það er einfaldlega misnotað til að komast hjá því að svara.