146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[12:50]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Nei, en þingið er með neitunarvaldið, það er það sem þingið hefur. Það er það sem þinginu hefur verið falið. Við getum neitað. Það er okkar vald. Við erum varnaglinn. Það kom alveg skýrt fram hjá sérfræðingunum, við erum varnaglinn. Við höfum neitunarvaldið.

Ég er að reyna að rifja upp síðari spurninguna, þetta var síðasta spurningin, það voru fleiri spurningar.(Gripið fram í: … ekki spurningar.)

Við erum þessi varnagli, við erum með neitunarvaldið. Ég man það kannski seinna hvað það var, ég hef nokkrar sekúndur eftir hérna, sjáum hvort ég muni það. Þetta er svolítið mikilvægt nefnilega. En við erum neitunarvaldið og það er í okkar höndum að segja nei. Í dag höfum við ekki fullnægjandi upplýsingar og það er ekki sýnt að það sé farið eftir þessu. (Gripið fram í.) Nei, eða já, nákvæmlega. En við höfum neitunarvaldið í öllu falli, það er okkar. (Forseti hringir.) Neitunarvaldið er okkar.