138. löggjafarþing — 8. fundur,  15. okt. 2009.

orð forsætisráðherra um skattamál.

[11:07]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Sérkennileg ræða hæstv. forsætisráðherra staðfestir að við verðum að fá hér umræðu um tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins. Það er algjörlega ljóst að forseti verður að beita sér fyrir því að hér verði upplýst hvað er á ferðinni.

Það snýr beint að fundarstjórn forseta (Gripið fram í: Fjárlagafrumvarpið …) af því einfaldlega að það kemur í ljós upp á hvern einasta dag, og núna rétt áðan, fyrir nokkrum sekúndum, að það er ekkert að marka þessa tekjuhlið, (Forseti hringir.) hvorki meira né minna. Ef það er ekki tilefni til að ræða um fundarstjórn forseta og það að við verðum að ræða þessi mál í þingsal þannig að hæstv. ríkisstjórn upplýsi hvað er á ferðinni er ekkert og aldrei tilefni til þess. Þetta mál verður að upplýsa, (Forseti hringir.) ég geri …