133. löggjafarþing — 80. fundur,  28. feb. 2007.

virkjanaundirbúningur Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár.

632. mál
[13:55]
Hlusta

Lúðvík Bergvinsson (Sf):

Virðulegi forseti. Fróðlegt var að hlýða á svar hæstv. fjármálaráðherra sem taldi í ræðu sinni eiginlegar forsendur spurningarinnar ekki alveg réttar, þetta væru ekki réttar spurningar og því væri ekki hægt eiginlega að koma með rétt svör, eða þannig mátti skilja hann.

Mér þykir einnig mjög athyglisvert í umræðunni að hér er rætt um að verið sé að hanna mannvirki á landi sem Landsvirkjun á ekki, það er verið að vinna verkefni sem ekki liggur rannsóknarleyfi fyrir og nýverið var Landsvirkjun dæmd fyrir að svindla á almenningi í verðsamráði.

Virðulegi forseti. Ég hlýt að spyrja í ljósi þeirrar umræðu: Hvað er að gerast í Landsvirkjun? Hvers konar framkoma er þetta gagnvart almenningi, landeigendum og hverjum sem tengjast starfseminni? Ég held að hæstv. fjármálaráðherra þurfi eitthvað að líta til með (Forseti hringir.) fyrirtækinu ef þetta er hegðun félagsins hvar sem það kemur.