138. löggjafarþing — 81. fundur,  25. feb. 2010.

undirbúningur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

[10:58]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir):

Virðulegi forseti. Hlutverk mitt og ráðuneytis dómsmála og mannréttinda er mjög skýrt í þessu máli, það er að fara eftir þeim lögum sem samþykkt voru og vinna að því að framkvæmdin gangi hnökralaust fyrir sig.

Hvað Alþingi ákveður varðandi kjördag og annað er í höndum annarra en dómsmálaráðuneytisins en á meðan ekkert annað hefur verið ákveðið vinnum við að undirbúningi af fullum krafti.