153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:13]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Í þessu frumvarpi er verið að rýra rétt til fjölskyldusameiningar sem er einnig mikil afturför eins og annað hér. Hvers vegna myndum við vilja, í þeim heimi sem við búum í í dag þar sem einmanaleiki, þunglyndi og einangrun er raunverulegt vandamál, ætla að passa að fjölskyldur eigi erfiðara með að sameinast? Þjónustuskerðingin er einnig mjög óljós. Hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra segir eitt og talsmaður stjórnarflokkanna segir annað. Hvort er það, forseti? Skerðist þjónustan eða ekki? Hvernig er hægt að samþykkja frumvarp sem enginn veit hvaða afleiðingar hefur í för með sér?