153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:49]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Ég vil aðeins tala um c-lið 8. gr. sem fjallar um réttindi barna og að börn eigi að líða fyrir ætlaðar aðgerðir foreldra eða annarra sem tengjast þeim. Eins og ég talaði um fyrr í dag er verið að skerða réttindi þeirra til þess að eiga sjálfstæðan rétt til að sækja um og ef einhver annar í kringum þau er ekki að sinna sínum skyldum þá er það barnið sem líður fyrir það. Það er ekki rétt, það á ekki að vera þannig og þetta er afturför. Þess vegna segi ég já.