141. löggjafarþing — 82. fundur,  15. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[12:54]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kom aðeins inn á það í máli mínu áðan að ég tel það mjög mikilvægt. Ég ræddi í fyrradag í störfum þingsins, eða hvað það nú var, að það sem skorti á í þessari umræðu er að við erum með allar 113 greinar frumvarpsins undir. Við erum að ræða þær allar, það er mjög yfirgripsmikið og mikill ágreiningur er um sumt. Við ættum að segja einfaldlega að nú ætluðum við að ná niðurstöðu í einhverjar tilteknar greinar, tiltekna kafla, og setjast yfir þá, alveg eins og við framsóknarmenn lögðum til í upphafi janúarmánaðar. 34. gr. er klárlega dæmi og lykilatriði í því. Kannski er þó erfitt að setjast yfir hana á meðan að á sama tíma, samkvæmt mínu mati, á að róta öllu hinu yfir okkur í leiðinni. Þá fær maður á tilfinninguna að við komumst hvorki (Forseti hringir.) lönd né strönd í þessu máli. En ég held að það sé hægt.