Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 84. fundur,  21. mars 2023.

utanríkis- og alþjóðamál 2022.

852. mál
[14:43]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst þetta nú ekki skýrt, að stefnan sé bara að vera virkari. Það væri sérkennileg skipun hjá knattspyrnuþjálfara að segja leikmanni að hlaupa bara meira án þess að gefa nánari fyrirheit um til hvers hann ætti að vera að því. Það er nú þannig, eins og hæstv. ráðherra segir, að alþjóðakerfið er ekki fullkomið og það er sífellt að breytast. Það er akkúrat í slíku ástandi sem getur verið býsna erfitt og óskynsamlegt að standa kyrr. Kannski þurfum við að hreyfa okkur eitthvað í takt við þær væringar og breytingar sem eru að verða. Maður sér að önnur ríki eru að gera þetta; Svíar, Finnar, Danir, Norðmenn, Þjóðverjar, Bandaríkjamenn og ég gæti haldið áfram — öll eru þau að breyta sínum takti miðað við núverandi stöðu í heiminum. Væri það ekki gagnlegt inn í umræðuna, hæstv. utanríkisráðherra, að við létum fara fram í þverþinglegri samþykkt stórt hagsmunamat á kostum og göllum ýmissa (Forseti hringir.) næstu skrefa okkar í fjölþjóðlegu samstarfi?