149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:56]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Herra forseti. Svo ég svari þingmanninum þá erum við að nýta fjármuni, einmitt arðgreiðslur úr Landsvirkjun, til tveggja mjög mikilvægra verkefna sem við töluðum um í stjórnarsáttmálanum. Annars vegar er það átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila þar sem við ætlum að nota verulega fjármuni á næstu árum, og hins vegar til að búa til sjóði eða fyrirkomulag sem er eins konar brúun á nýsköpunarhlutanum, þ.e. að spýta verulega í nýsköpun á Íslandi. Við höfum talað um að þetta tali til tveggja kynslóða, annars vegar ungu kynslóðarinnar til að byggja upp tekjur framtíðarinnar, en líka til að taka myndarlega á í uppbyggingu á hjúkrunarheimilum. Við erum einmitt að nota til þess arðgreiðslur frá Landsvirkjun.

Þannig að svarið er já, við erum að nota þær til þess. En við erum líka á næstu fimm árum að nota þá fjármuni til að byggja upp vegakerfið. Þannig að við erum sannarlega (Forseti hringir.) að nýta í þessari fjármálaáætlun alla þá fjármuni sem mögulegir eru til uppbyggingar innviða í landinu.