149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[22:15]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. umhverfisráðherra fyrir svörin. Ég vil spyrja hann líka hvort við eigum ekki að reyna að vera svolítið frumleg í hugsun og finna upp eitthvert hvatningarkerfi og verðlauna góðar hugmyndir í sambandi við umhverfismál. Til upplýsingar varð ég vitni að frábærri hugmynd um daginn í tengslum við þann hvimleiða vana margra að skyrpa í allar áttir. Einhver tók sig til og skyrpti bara í lófann á sér og notaði það sem gel. Þarna sparaði hann mjög fljótt og verndaði umhverfið með því að minnka gelnotkun. Mér finnst hugmyndin mjög góð og verðlauna virði. Svona frumkvöðla eigum við að hvetja til góðra verka og verðlauna þá og láta þá finna upp ýmislegt tengt umhverfismálum.