154. löggjafarþing — 85. fundur,  12. mars 2024.

,,Gullhúðun" við innleiðingu EES-gerða frá árinu 2010 til 2022.

619. mál
[16:11]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Forseti. Ég ætla nú ekki að fara að vinda mér í neitt málþóf hérna. [Hlátur í þingsal.] — Aldrei þessu vant. Það var örstuttur bútur sem ég gleymdi í ræðu minni áðan, mikilvægur þó. Það er spurning sem mig langar að beina til hv. þm. Diljár Mistar Einarsdóttur og hún getur svarað henni hvar sem henni hentar. Það vakti nefnilega athygli mína að þingmaðurinn skyldi ekki hafa óskað eftir sambærilegri skýrslu frá öðrum ráðuneytum. Leyfi ég mér að beina þeirri spurningu til hv. þingmanns hvort sérstök ástæða sé fyrir þessu eða hvort til standi að óska eftir sambærilegri skýrslu frá öðrum ráðherrum, sem ég tel að myndi vera mjög áhugavert, eða var tilgangurinn með því að draga þetta fram sá að minnka aðhald í umhverfismálum?