138. löggjafarþing — 86. fundur,  4. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[11:11]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þessi breytingartillaga varðar kynjakvóta í opinberum fyrirtækjum og það er það atriði í þessu frumvarpi sem við sjálfstæðismenn gerum alvarlega athugasemd við. Við erum á móti kynjakvóta og þetta snýst ekki um hvort við séum jafnréttissinnuð eða ekki, þetta snýst um þá aðferðafræði sem við teljum að eigi að beita til þess að ná fram jafnrétti sem við erum öll hlynnt.

Hins vegar eru í frumvarpinu önnur ákvæði sem við getum öll verið sammála um og snerta upplýsingaskyldu stjórnar og hlutverk starfandi stjórnarformanna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun greiða atkvæði gegn breytingartillögu hv. þm. Lilju Mósesdóttur vegna þess að það snertir margumrædda kynjakvóta. En við viljum sitja hjá við atkvæðagreiðsluna um frumvarpið í heild vegna þess að þar eru inni önnur ákvæði sem við getum stutt.