Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

þrepaskiptur skyldusparnaður.

[11:00]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf):

Virðulegi forseti. Nú er ég bara að tala um heimilin en ekki aðhald í ríkisrekstri, heimilin sem núna standa berskjölduð gagnvart gríðarlegum vaxtahækkunum sem eru upp á kannski 200.000 kr. á mánuði, sem er gríðarlega mikið. Ég er að tala um aðra lausn þarna sem ríkisstjórnin getur komið inn í, í staðinn fyrir að setja þetta bara í hendurnar á embættismönnum sem enginn hefur kosið. Það á að vera í höndum ríkisstjórnarinnar að takast á við þetta og ég myndi segja að í staðinn fyrir að beina öllum þessum fjármunum beint til bankanna í yfirfullar fjárhirslur þeirra, engum til gagns, þá væri þarna komin lausn sem — jú, kannski þarf að vinna eitthvað í þessu, en er bara alltaf hægt að segja: Ókei, hækkum bara stýrivexti flatt á alla? Það er ekki að ganga upp. Seðlabankinn hefði t.d. getað hækkað vexti bara á nýjum lánum, eða einhverjar svoleiðis aðgerðir hefði verið hægt að fara í. (Forseti hringir.) Allt er betra en það ástand sem er núna. Það hefði ekki þurft að vinna mikið í þessum stýrivaxtahækkunum. Það þarf að vinna kannski smá í þessu og það er þess virði.