145. löggjafarþing — 87. fundur,  14. mars 2016.

framhaldsskóladeild á Vopnafirði.

548. mál
[17:33]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka menntamálaráðherra kærlega fyrir að hafa tekið endanlega ákvörðun um að farið yrði í þetta þróunarverkefni til tveggja ára. Ég legg líka áherslu á að jafnframt er mjög mikilvægt að heimamenn á Vopnafirði byggi vel undir þetta verkefni og það verði til þess að á Vopnafirði taki nemendur sem eru í 10. bekk hverju sinni þá ákvörðun í sem mestum mæli að sækja nám í þessa framhaldsdeild. Það ræður því hvort áframhald verður á þessu verkefni eður ei. Eins og við vitum þarf tiltekinn lágmarksfjölda til að halda úti svona deild. Ég treysti því að Vopnfirðingar muni tryggja að þetta verði framtíðarverkefni.