154. löggjafarþing — 88. fundur,  19. mars 2024.

dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim o.fl.

483. mál
[14:27]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Mig langar að gera grein fyrir atkvæði mínu. Ég átti ekki kost á því að vera viðstaddur 2. umræðu um málið en vil vekja athygli á því að hér erum við að samþykkja frumvarp, eins og sést á töflunni, þar sem m.a. sektarheimildir og ýmsar íþyngjandi heimildir eru lögfestar án þess að sú lausn sem krafa er gerð um að bændur nýti sér sé tiltæk. (Gripið fram í: Eftir tvö ár.) Eftir tvö ár. Ég get nú sagt um þessa hæstv. ríkisstjórn að það er ýmislegt sem hefur dregist lengur hjá henni en tvö ár, [Hlátur í þingsal.] þannig að ég hef hóflegar væntingar um að þetta verði komið til betri vegar en nú er eftir tvö ár.

Ég vil bara beina því til okkar hér í salnum að við verðum að fara varlega um þessar gleðinnar dyr að veita sektarheimildir, í þessu tilviki íþyngjandi gagnvart bændum landsins þar sem lausnin sem krafa er um að þeir nýti er ekki tiltæk.