132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Lax- og silungsveiði.

607. mál
[17:29]
Hlusta

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þegar búið er að reyna til þrautar með samningum við einstaka bændur og ef það tekst ekki tel ég að það sé fyllilega réttlætanlegt á grundvelli líffræðilegra verndarsjónarmiða að gengið verði í það að setja lög til þess að banna þetta. Sjálfur er ég uppalinn sem laxarektor að hálfu leyti á jörð á Mýrum þar sem ég gekk til laxa og þar var lögbundinn veiðiréttur m.a.s. í ósum stórveiðiár allt fram yfir 1960. Ég tel að bændur þar hafi sýnt mikla framsýni. Ég vildi óska að þeir bændur sem hér hafa verið til umræðu af hálfu hv. þm. Gunnars Arnar Örlygssonar feti í fótspor þeirra.

Ég vil svo segja, til þess að það sé algjörlega skýrt hvar mín afstaða liggur í þessu, að ef fram kemur breytingartillaga sem miðar að því að draga úr netaveiði í ám mun ég fylgja henni.