152. löggjafarþing — 9. fundur,  13. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum.

151. mál
[17:46]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og gott að heyra að við erum í vegferð þegar kemur að þeim málaflokkum sem falla undir hæstv. ráðherra. Mig langaði að nota þetta seinna andsvar til að spyrja hæstv. ráðherra hvaða hlutir séu í vegferð og hvað við megum eiga von á að sjá verða stafrænt á næstunni í þeim hlutum sem hæstv. ráðherra ber ábyrgð á.