Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áfengislög.

596. mál
[21:14]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Fyrr í kvöld flutti ég ræðu gegn þessu máli en ég er sammála þessu máli. [Hlátur í þingsal.] Ég hef ekki skipt gjörsamlega um skoðun á svona stuttum tíma heldur var ég að flytja ræðu fyrir hv. þm. Eyjólf Ármannsson, og það var hans ræða sem ég fór með. Þetta er, held ég, í fyrsta skipti á þeim árum sem ég hef verið á þingi sem ég hef flutt ræðu sem ég hef verið algjörlega andvígur. [Hlátur í þingsal.] En allt skeður og ég segi já.