150. löggjafarþing — 92. fundur,  22. apr. 2020.

pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun.

727. mál
[20:27]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Já, það er þannig að hafi neytandi eða viðskiptavinur ekki nýtt inneignarnótuna innan þessara 12 mánaða er skýlaus réttur til að fá hana endurgreidda. Markmiðið er í raun að veita svigrúm og slaka gagnvart þeim fyrirtækjum sem standa frammi fyrir því að þurfa að endurgreiða fjöldann allan af ferðum sem hefur mikil áhrif á lausafjárstöðu þeirra. En það sem má ekki gleyma í heildarmyndinni eru þessar sérstöku tryggingar, sem fyrirtækin komast ekki í, þar sem neytendur eru tryggðir fyrir þeirri upphæð. Þannig að jafnvel þótt þessi fyrirtæki á endanum fari í þrot, sem við vonum að þau geri ekki, þá er það a.m.k. þannig að þeir neytendur sem taka við inneign í dag fá hana endurgreidda út úr tryggingunum sem eru bundnar inni á reikningum.