141. löggjafarþing — 92. fundur,  8. mars 2013.

uppgjör þrotabúa gömlu bankanna.

[10:42]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég ítreka spurningu mína: Eru einhverjar viðræður, óformlegar eða formlegar, í gangi á milli þeirra aðila sem ég taldi upp? Hyggst ráðherrann klára þessar formlegu eða óformlegu viðræður fyrir kosningar?

Afstaða mín er sú að þau stjórnvöld sem vinna að þessu þurfi að vera búin að sækja endurnýjað umboð til þjóðarinnar áður en gengið verður frá þessu stærsta einstaka hagsmunamáli þjóðarinnar. Ég ítreka því spurningu mína til hæstv. forsætisráðherra.