145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

dagskrá fundarins.

[15:17]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Hæstv. forsætisráðherra er rúinn trausti. Það er mjög alvarlegt mál. Það er ekki bara alvarlegt fyrir almenning í landinu, það er líka alvarlegt fyrir viðskiptahagsmuni okkar Íslendinga. Þegar ásýnd hæstv. ríkisstjórnar er með þeim hætti sem ásýnd íslenskrar ríkisstjórnar er í dag skaðar það viðskiptahagsmuni. Traust og tiltrú og jákvæð ímynd hefur jákvæðan verðmiða, það er kostur í viðskiptum. Það er hins vegar afar neikvætt þegar ásýndin er eins og ásýnd hæstv. forsætisráðherra og hæstv. ríkisstjórnar er í dag. Til þess að skaða ekki hagsmuni og viðskiptahagsmuni Íslendinga þarf þessi ríkisstjórn að fara frá. Hæstv. forsætisráðherra þarf að segja af sér sem fyrst áður en skaðinn verður meiri. Það þarf að gerast strax, herra forseti. (BirgJ: Heyr, heyr.)