145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

dagskrá fundarins.

[15:25]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Ég tek undir með þeim sem hér hafa furðað sig á því að þingfundur skuli hefjast nokkurn veginn eins og ekkert hafi í skorist. Það hlýtur að teljast eðlilegt að hæstv. forsætisráðherra geri þingheimi og þá um leið þjóðinni og fólkinu sem kaus hann og kaus okkur hin grein fyrir málum sínum úr ræðustól Alþingis en ekki bara í útvarpsviðtölum sem hann velur sér sjálfur, og ákveður við hvern hann talar og hvenær. Ég hlýt líka að taka undir með flokkssystur minni Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og biðja forsætisráðherrann um að segja af sér.