150. löggjafarþing — 92. fundur,  22. apr. 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[16:33]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurningarnar. Þetta eru auðvitað allt saman hugmyndir sem við verðum að huga að. Ég hef sjálfur kannski ekki hugsað það til hlítar varðandi lífeyrissjóðina. Þeir búa að mjög miklum sjóðum og blessunarlega höfum við byggt upp öflugt lífeyriskerfi að því leytinu til að það eru miklir sjóðir. Þeir eru líka alltumlykjandi í efnahag okkar og í fyrirtækjum. Við getum rætt það hér að óhjákvæmilega muni þeir með einhverjum hætti koma að því. Við skilum auðvitað ansi miklum fjármunum hvern mánuð í lífeyrissjóði, í lögbundna séreignarlífeyrinn, í mótframlagið. (Forseti hringir.) Það eru ansi háar fjárhæðir og er alveg hugsanlegt að skoða það í einhverri samvinnu við lífeyrissjóðina.