140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

lengd þingfundar.

[15:38]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það var í tvígang umræða síðastliðinn mánudag um hversu lengi þingfundur ætti að standa þá og það sem einhverjir töldu mikla óhæfu að settur væri fundur að loknum fyrirspurnafundi á mánudegi. Þess vegna langar mig, frú forseti, til að upplýsa að skrifstofa þingsins hefur að minni beiðni tekið saman yfirlit yfir það hversu oft venjulegur þingfundur hefur verið á eftir fyrirspurnafundi eins og gert var sl. mánudag. Það kemur í ljós að á síðastliðnum fjórum þingum eru það 11 skipti (REÁ: Var það án samráðs?) en á þingunum þar á undan 29 skipti. Flest skiptin voru á 131. þingi þegar 11 sinnum var settur þingfundur á eftir venjulegum fyrirspurnafundi. (Gripið fram í.) Nei, hv. þingmaður, það er nefnilega þannig að það er yfirleitt greitt atkvæði um þetta. Það er bara þannig.