140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

þingleg meðferð mála.

[15:45]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég hvet hv. þingheim til að íhuga aðeins orð þau sem fallið hafa um lýsingar á vinnubrögðum við málsmeðferð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Ég vil líka hvetja hv. þingmenn til að lesa til dæmis greinar hæstv. forsætisráðherra, ég tala nú ekki um að hlusta á ræður hæstv. forsætisráðherra, þegar búið er að ræða hvað eftir annað og lýsa því yfir að vanda eigi til verka. Við erum að ganga frá, ef hv. stjórnarþingmenn ná sínu fram á að klára þingsályktunartillöguna um hvorki meira né minna en Stjórnarráðið, sameiningu ráðuneyta, og allt í einu á að taka ráðuneyti, sem hv. stjórnarþingmenn eru búnir að halda endalausar ræður um hversu stórkostlegt sé að hafa, og leggja það niður. Hafa þeir sent málið til umsagnar? (Forseti hringir.) Nei. Í hinu orðinu, virðulegi forseti, tala þeir um vandaða málsmeðferð. (Gripið fram í.)

(Forseti (ÁRJ): Forseti vill minna á að atkvæðagreiðslum er ekki lokið.)