145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:50]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Starfsemi í skattaskjólum grefur undan vestrænum velferðarsamfélögum, vestrænum lýðræðisríkjum. Það er þess vegna sem vestræn lýðræðisríki hafa tekið höndum saman um það verkefni að útrýma slíkum skattaskjólum. Eigi að síður hlustaði ég á forustumenn ríkisstjórnarinnar, nýjan forsætisráðherra, segja í gær að það væri ekkert óeðlilegt við það að kjörnir fulltrúar sem og aðrir nýttu sér slík aflandsfélög í skattaskjólum. Ég verð að segja það, herra forseti, að ég á mjög erfitt með að treysta slíkri ríkisstjórn með túkall milli húsa. Þess vegna segi ég já við þessari tillögu.