145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:33]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Forseti. Leppstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er andvana fædd. Í henni sitja enn tveir af þeim þremur ráðherrum sem áttu félög í leynifélögum í skattaskjólum. Þeir stjórnarliðar sem styðja ekki þessa tillögu eru að lýsa velþóknun sinni á slíku athæfi. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa skaðað traust og tiltrú í íslenskum stjórnmálum og kallað yfir okkur vansæmd. Herra forseti. Ég styð vantrauststillögu á ríkisstjórnina.