136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[22:25]
Horfa

Guðfinna S. Bjarnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er fremur augljóst að hæstv. utanríkisráðherra hefur ekki verið mikið í salnum í kvöld, hefur ekki hlustað mikið hér í kvöld. Þess vegna er ekki skynsamlegt fyrir hann, að mínu viti, að koma hér og vera með ákúrur í þessa veru, um leiksýningar og annað slíkt. Það sem ég hef gagnrýnt þingið fyrir er að taka ekki málefni fyrir sem skipta mestu máli. Nú erum við að taka málefni fyrir sem skiptir okkur öll afar miklu máli. Ég hef leyft mér að kalla lífeyrissjóðina fjöregg þjóðarinnar, fjöregg sem kannski einhverjir brestir eru að koma í. Við eigum að ræða þetta mál af fullri einlægni. Ég vil gjarnan að við tökum minnihlutatillögu hv. þm. Péturs H. Blöndals fyrir og ég tel hana miklu skynsamlegri en það frumvarp sem við höfum rætt hér.