149. löggjafarþing — 97. fundur,  30. apr. 2019.

utanríkis- og alþjóðamál.

863. mál
[14:36]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var nú allt í lagi svar, að vísu mikið í takt við það sem maður hefur heyrt áður, að ekkert ráðrúm sé til útvíkkunar, að það verði einhvern veginn að vinna innan sama ramma, sem mér þykir kannski ekki nógu metnaðarfullt.

En mig langar að víkja aðeins að öðru. Nú er búið að lýsa yfir loftslagskrísu í Skotlandi og Wales. Ýmis lönd ganga mjög langt í því að reyna að uppfylla sitt hlutverk gagnvart Parísarmarkmiðunum og fleira. En er ekki orðið tímabært að Ísland taki sér leiðandi stöðu í alþjóðasamvinnu við það að reyna að stefna saman löndum heims í átt að því að eiga raunverulegt og opið samtal um það hvernig við tökumst á við loftslagsvandann? Er ekki ágætistækifæri fyrir Ísland að hýsa t.d. COP-ráðstefnuna 2021 eða eitthvað þess háttar með því markmiði að fara (Forseti hringir.) loksins að reyna að taka af alvöru á loftslagsvandanum?