145. löggjafarþing — 99. fundur,  18. apr. 2016.

orðspor Íslands vegna Panama-skjalanna.

[15:40]
Horfa

utanríkisráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Það vill nú þannig til að við erum ekki eina ríkið í þessari umfjöllun, fleiri ríki hafa verið í umræðunni. Það er ljóst að við vorum mjög framarlega í umfjölluninni á sínum tíma. En hér tala sumir eins og við séum eina ríkið sem hafi verið til umræðu. Það er alls ekki svo. Varðandi skattaskjólin og umfjöllun í þeim efnum: Það eru allar þjóðir heims að taka höndum saman og vinna í því máli. Hv. þingmaður veit það vel. Þetta er ekki alfarið einangrað við Ísland. Ég tek undir málflutning þeirra sem vilja taka á þessum málum, bara heils hugar.