131. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2004.

Umfang skattsvika.

127. mál
[14:58]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegur forseti. Það er litlu að bæta við það sem þegar er fram komið en ég vil þó biðjast afsökunar á því að hafa ekki verið með rétta fyrirspurn. Fyrirspurnin frá því í fyrra er mér greinilega svo í fersku minni að hún stendur mér nær en sú sem er nýrri og hér er verið að svara.

En svarið stendur, að við eigum von á því að starfshópurinn ljúki störfum sínum um næstu mánaðamót. Hann er skipaður að vísu önnum köfnum embættismönnum úr æðstu stöðum í skattkerfinu en þeir eru væntanlega að leggja síðustu hönd á þetta flókna og umfangsmikla verkefni sem ég vonast til að geta kynnt á næstu vikum.