131. löggjafarþing — 31. fundur,  16. nóv. 2004.

Innrásin í Írak og forsendur fyrir stuðningi íslenskra stjórnvalda.

3. mál
[14:59]

Sólveig Pétursdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt — ég tel að það sé verst fyrir íröksku þjóðina að menn sýni ístöðuleysi. Alþjóðasamfélagið verður að standa með íröksku þjóðinni í því að koma á lýðræðislegum stjórnarháttum. Það er bjargföst skoðun mín og ég ítreka hana hér.