131. löggjafarþing — 39. fundur,  25. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[15:54]

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að hv. þm. Jón Bjarnason verði að átta sig á heildarsamhengi hlutanna. (JBjarn: Ja, þú gerir það ekki.) Það er alveg ljóst að í þeirri þenslu sem nú ríkir í íslensku þjóðfélagi getum við ekki farið í allar þær framkvæmdir sem okkur sýnist (Gripið fram í: En skattalækkanir?) án þess að kollvarpa stöðugleikanum.

Skattalækkanir munu ekki byggja upp vegi hér um allt land, ég held að það sé alveg ljóst og hv. þm. gerir sér grein fyrir því. Þegar hv. þm. talar þannig til umbjóðenda sinna, barnafólks og annarra slíkra, að það fólk hafi bara ekkert við þá fjármuni að gera segi ég að það er mjög skrýtinn kjósendahópur sem stendur á bak við hv. þingmann. (Gripið fram í.)