131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[12:21]

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Virðulegi forseti. Það frumvarp sem hér um ræðir brýtur í blað fyrir margra hluta sakir og verður lengi í minnum haft, í fyrsta lagi fyrir þá undarlegu aðför sem hér um ræðir að Mannréttindaskrifstofu Íslands, þá hina sögulegu lágkúru sem svikin við öryrkjana hafa í för með sér og þá ekki síst að hér er verið að innleiða skólagjöld í grunnnámi í ríkisháskólana alla þrjá, stefnumið sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi haft í heiðri en hér er laumað inn í skólakerfið bakdyramegin án þess að nokkur umræða fari fram um það á Alþingi hvort þá meginstefnubreytingu eigi að leiða í ríkisháskólana. Hér er það gert í formi innritunargjalda, undir þeim skrípaleik og feluleik, og það ber að harma. Hér er stigið vont skref í menntamálum þjóðarinnar og því verður það lengi í minnum haft að þetta frumvarp var frumvarpið sem innleiddi skólagjöld í grunnnámi í ríkisháskólanum. Ég sit hjá.