131. löggjafarþing — 53. fundur,  8. des. 2004.

Greiðslur yfir landamæri í evrum.

212. mál
[14:18]

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Aðeins til að botna umræðuna, þá eru miklar efasemdir um að þegar á heildina er litið séu hagsbæturnar af aðild okkar að hinu Evrópska efnahagssvæði þær sem menn vilja vera láta eða aðdáendur samningsins vilja vera láta. Að öðru leyti tel ég að sjónarmið okkar hafi verið skýrð í þessum orðaskiptum.