131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[16:25]

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Það er eilítill galli á ráðherranum hæstv. að hún svarar aldrei spurningum. Hins vegar er hún hvatorð, sem ég harma ekki, og nokkuð margorð. Til dæmis sagði hún áðan um íslenska námsmenn í ríkisháskólunum þremur að þeir væru í raun og veru eins konar krakkar sem væru með rell og það væri auðvitað skiljanlegt og eðlilegt og fylgdi þeim aldri en foreldrarnir hins vegar, hin mikla menntamóðir, yrðu auðvitað að taka fram fyrir hendurnar á þeim.

Úr því að þetta er afstaða hæstv. menntamálaráðherra til stúdenta í Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Akureyrar er rétt að hún gefi þeim líka móðurlegar ráðleggingar. Nú þurfa þeir að reiða fram aukalega 12.500 kr., samtals eru það 100 + 24 + 16 millj. kr. — hvaðan eiga stúdentarnir að taka þessa nýju peninga til að borga hæstv. menntamálaráðherra skattinn?