131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[17:33]

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hér er verið að taka ákvörðun um að festa enn frekar í sessi töku skólagjalda við ríkisháskólana. Sú stefna í menntamálum að fjármagna skóla með nemendagjöldum er stefna sem við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs getum ekki stutt. Hún er reyndar hluti af skattastefnu núverandi ríkisstjórnar þar sem verið er að samþykkja verulegar skattalækkanir á hátekjufólki en því er svo náð til baka með því að leggja gjald á sjúklinga og með því að leggja gjald á nemendur.

Herra forseti. Ég mótmæli þessari stefnu og segi nei við töku skólagjalda í háskólum.