131. löggjafarþing — 58. fundur,  24. jan. 2005.

Fsp. 1.

[15:16]

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Herra forseti. Ég hef þegar svarað spurningu hv. þingmanns. En ég vil spyrja hann vegna þeirra alvarlegu ásakana sem hann hefur borið á mig um lögbrot: Hvers vegna hefur flokkur hans og aðrir stjórnarandstæðingar ekki beðið um að sérfræðingur á sviði stjórnskipunarréttar sé kallaður fyrir utanríkismálanefnd til að fara yfir þessi mál? Af hverju hafa þeir mánuðum saman borið á mig og hæstv. núverandi utanríkisráðherra lögbrot án þess að hafa fyrir því að kanna málið? Hvernig má það vera og af hvaða hvötum er það gert?