131. löggjafarþing — 81. fundur,  2. mars 2005.

Vegrið á Reykjanesbraut.

565. mál
[13:15]

Fyrirspyrjandi (Mörður Árnason) (Sf):

Forseti. Í umræðu vegna fyrirspurnar um daginn minntist hæstv. samgönguráðherra á að ekki væri gert ráð fyrir vegriðum á Reykjanesbraut og taldi að sá skortur sem þar væri um að ræða á vegriðum kæmi með öðru í veg fyrir að hægt væri að aka brautina hraðar en áætlanir eru um eða a.m.k. þær fyrirætlanir sem kunnar eru nú. Þess vegna þótti mér rétt að gefa ráðherranum kost á því að kanna hver kostnaður gæti verið við vegrið á Reykjanesbraut, og ég nefndi frá Hafnarfirði að Keflavíkurflugvelli til að hafa einhverja viðmiðun í því, og spyrja hann síðan að því hvort honum þætti æskilegt að setja vegrið meðfram þessum þjóðvegi.