131. löggjafarþing — 86. fundur,  9. mars 2005.

Söluandvirði Steinullarverksmiðjunnar.

595. mál
[12:51]

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Ég er í ágætu sambandi við Skagfirðinga enda bý ég á Sauðárkróki. Ég er á því og margir á Sauðárkróki að þessi ráðstöfun hæstv. ráðherra hafi jafnvel veikt atvinnulífið í Skagafirði og það er sorglegt. Steinullarverksmiðjan var skuldsett og veikt fyrirtæki og það var mjög undarleg ráðstöfun að setja 35 millj. í fyrirtækið Sægull. Þetta fyrirtæki var notað til þess að loka fiskeldisfyrirtækinu MÁKA og það er ákveðin spillingarlykt af málinu. 35 millj. sem áttu að fara til atvinnuuppbyggingar fóru í það að loka fyrirtækinu og síðan var Steinullarverksmiðjan skuldsett.

Þetta er algjörlega misheppnuð ráðstöfun hjá hæstv. ráðherra.