132. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2005.

Ummæli dómsmálaráðherra á heimasíðu sinni.

[13:51]
Hlusta

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Frú forseti. Ég vil ítreka fyrirspurnir mínar til hv. þingmanna Framsóknarflokksins, sem sitja nú í þessum sal, að bregðast við ummælum síns stjórnarþingmanns og síns samþingmanns, Kristins H. Gunnarssonar, um að hér sé hæstv. dómsmálaráðherra að leggja línur um það að ákæruvaldið eigi að halda áfram. Hv. þingmaður segir einnig að Framsóknarflokkurinn eigi ekki að bera ábyrgð á svona ráðherrum og Framsóknarflokkurinn eigi ekki að líða svona. Ég kalla eftir viðbrögðum frá hv. þingflokksformanni framsóknarmanna, sem stendur þarna, eða hv. varaformanns Framsóknarflokksins: Eru þeir sammála þessum orðum kollega síns í Framsóknarflokknum?