132. löggjafarþing — 18. fundur,  9. nóv. 2005.

Frávísanir í framhaldsskólum.

113. mál
[14:41]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Ég þakka þessa fyrirspurn en það eru mjög áhugaverðar upplýsingar að á annað hundrað nemendum sé vísað frá námi. Ég tel einsýnt að það sé vegna fjárskorts framhaldsskólanna. Áhugi hæstv. ráðherra á því að stytta framhaldsskólann styrkir þær grunsemdir, hæstv. ráðherra leitar að leiðum til sparnaðar. Hér í Reykjavík og víða um land er þessari styttingu mótmælt. Ef það væri rétt, sem hæstv. ráðherra boðar, að styttingin verði til þess að efla menntakerfið þá væru menn ekki að mótmæla. Ef til vill hefur fólkið í þessum menntastofnunum orðið fyrir barðinu á fjárskorti sem birtist m.a. í því að nemendum er vísað frá og ég vona að hæstv. ráðherra greini frá því hver staðan er. Þetta er sá kaldi raunveruleiki sem blasir við, frú forseti.