132. löggjafarþing — 20. fundur,  14. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[18:20]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég hafði að vísu heyrt þetta svar. En ég vildi gefa hæstv. umhverfisráðherra möguleika á að koma með annað og betra svar. Mér finnst með eindæmum ef keyra á í gegn frumvarp um einkavæðingu og markaðsvæðingu á vatni án þess að hæstv. umhverfisráðherra hafi komið með frumvarp um vatnsvernd áður. Ég spyr hæstv. umhverfisráðherra: Mun hún ekki beita sér fyrir því að iðnaðarráðherra verði stöðvaður af með þetta frumvarp þar til að frumvarp um vatnsvernd hefur komið fyrir þingið og fengið afgreiðslu?